Höfði enn opinn fyrir Hollywood Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 20. október 2007 06:00 Mikhail Gorbatsjov. Einhver bið verður á því að kvikmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov í Höfða árið 1986 verði gerð. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur verið í sambandi við framleiðslufyrirtæki breska leikstjórans Ridley Scott en fulltrúar þess komu hingað til lands fyrr á þessu ári og funduðu með fráfarandi borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og aðstoðarmanni hans Jóni Kristni Snæhólm. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 fyrr í sumar. „Það á enn eftir að skrifa handritið og menn eru svona að velta vöngum yfir því hvort það eigi að ýta þessu verkefni af stað núna eða bíða með það þar til að verkfallsdeilan í Hollywood hefur verið leyst,“ segir Leifur Dagfinnsson hjá True North. „Þeir voru ákaflega hrifnir af því sem þeir sáu og eins mjög hrifnir af þekkingu Íslendinga á hvað fór fram á þessum fundi leiðtoganna,“ bætir hann við.Dagur B. Eggertsson.Að sögn Leifs var borgarstjórinn þáverandi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, mjög jákvæður í garð kvikmyndarinnar og sagði að dyr sínar stæðu opnar hvenær sem er. Nýr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, segir að afstaða borgaryfirvalda hafi lítið sem ekkert breyst. „Ég held að við verðum svo sannarlega að standa vörð um leiðtogafundinn,“ segir Dagur. „Við verðum jafnframt að varðveita sögu Höfða og þessi leiðtogafundur er svo sannarlega einn af þeim hlutum sem heldur henni á lofti,“ bætir hann við og segir að það sé spennandi í sjálfu sér að gera Reykjavík að ákjósanlegum stað fyrir kvikmyndagerð. „Ef borgin getur eitthvað gert til að greiða götu kvikmyndagerðar í Reykjavík þá er það bara hið besta mál,“ segir Dagur og því ljóst að Höfði er, þrátt fyrir breytingar í borgarstjórn, enn opinn fyrir Hollywood. Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Einhver bið verður á því að kvikmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov í Höfða árið 1986 verði gerð. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur verið í sambandi við framleiðslufyrirtæki breska leikstjórans Ridley Scott en fulltrúar þess komu hingað til lands fyrr á þessu ári og funduðu með fráfarandi borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og aðstoðarmanni hans Jóni Kristni Snæhólm. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 fyrr í sumar. „Það á enn eftir að skrifa handritið og menn eru svona að velta vöngum yfir því hvort það eigi að ýta þessu verkefni af stað núna eða bíða með það þar til að verkfallsdeilan í Hollywood hefur verið leyst,“ segir Leifur Dagfinnsson hjá True North. „Þeir voru ákaflega hrifnir af því sem þeir sáu og eins mjög hrifnir af þekkingu Íslendinga á hvað fór fram á þessum fundi leiðtoganna,“ bætir hann við.Dagur B. Eggertsson.Að sögn Leifs var borgarstjórinn þáverandi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, mjög jákvæður í garð kvikmyndarinnar og sagði að dyr sínar stæðu opnar hvenær sem er. Nýr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, segir að afstaða borgaryfirvalda hafi lítið sem ekkert breyst. „Ég held að við verðum svo sannarlega að standa vörð um leiðtogafundinn,“ segir Dagur. „Við verðum jafnframt að varðveita sögu Höfða og þessi leiðtogafundur er svo sannarlega einn af þeim hlutum sem heldur henni á lofti,“ bætir hann við og segir að það sé spennandi í sjálfu sér að gera Reykjavík að ákjósanlegum stað fyrir kvikmyndagerð. „Ef borgin getur eitthvað gert til að greiða götu kvikmyndagerðar í Reykjavík þá er það bara hið besta mál,“ segir Dagur og því ljóst að Höfði er, þrátt fyrir breytingar í borgarstjórn, enn opinn fyrir Hollywood.
Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira