Höfði enn opinn fyrir Hollywood Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 20. október 2007 06:00 Mikhail Gorbatsjov. Einhver bið verður á því að kvikmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov í Höfða árið 1986 verði gerð. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur verið í sambandi við framleiðslufyrirtæki breska leikstjórans Ridley Scott en fulltrúar þess komu hingað til lands fyrr á þessu ári og funduðu með fráfarandi borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og aðstoðarmanni hans Jóni Kristni Snæhólm. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 fyrr í sumar. „Það á enn eftir að skrifa handritið og menn eru svona að velta vöngum yfir því hvort það eigi að ýta þessu verkefni af stað núna eða bíða með það þar til að verkfallsdeilan í Hollywood hefur verið leyst,“ segir Leifur Dagfinnsson hjá True North. „Þeir voru ákaflega hrifnir af því sem þeir sáu og eins mjög hrifnir af þekkingu Íslendinga á hvað fór fram á þessum fundi leiðtoganna,“ bætir hann við.Dagur B. Eggertsson.Að sögn Leifs var borgarstjórinn þáverandi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, mjög jákvæður í garð kvikmyndarinnar og sagði að dyr sínar stæðu opnar hvenær sem er. Nýr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, segir að afstaða borgaryfirvalda hafi lítið sem ekkert breyst. „Ég held að við verðum svo sannarlega að standa vörð um leiðtogafundinn,“ segir Dagur. „Við verðum jafnframt að varðveita sögu Höfða og þessi leiðtogafundur er svo sannarlega einn af þeim hlutum sem heldur henni á lofti,“ bætir hann við og segir að það sé spennandi í sjálfu sér að gera Reykjavík að ákjósanlegum stað fyrir kvikmyndagerð. „Ef borgin getur eitthvað gert til að greiða götu kvikmyndagerðar í Reykjavík þá er það bara hið besta mál,“ segir Dagur og því ljóst að Höfði er, þrátt fyrir breytingar í borgarstjórn, enn opinn fyrir Hollywood. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
Einhver bið verður á því að kvikmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov í Höfða árið 1986 verði gerð. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur verið í sambandi við framleiðslufyrirtæki breska leikstjórans Ridley Scott en fulltrúar þess komu hingað til lands fyrr á þessu ári og funduðu með fráfarandi borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og aðstoðarmanni hans Jóni Kristni Snæhólm. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 fyrr í sumar. „Það á enn eftir að skrifa handritið og menn eru svona að velta vöngum yfir því hvort það eigi að ýta þessu verkefni af stað núna eða bíða með það þar til að verkfallsdeilan í Hollywood hefur verið leyst,“ segir Leifur Dagfinnsson hjá True North. „Þeir voru ákaflega hrifnir af því sem þeir sáu og eins mjög hrifnir af þekkingu Íslendinga á hvað fór fram á þessum fundi leiðtoganna,“ bætir hann við.Dagur B. Eggertsson.Að sögn Leifs var borgarstjórinn þáverandi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, mjög jákvæður í garð kvikmyndarinnar og sagði að dyr sínar stæðu opnar hvenær sem er. Nýr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, segir að afstaða borgaryfirvalda hafi lítið sem ekkert breyst. „Ég held að við verðum svo sannarlega að standa vörð um leiðtogafundinn,“ segir Dagur. „Við verðum jafnframt að varðveita sögu Höfða og þessi leiðtogafundur er svo sannarlega einn af þeim hlutum sem heldur henni á lofti,“ bætir hann við og segir að það sé spennandi í sjálfu sér að gera Reykjavík að ákjósanlegum stað fyrir kvikmyndagerð. „Ef borgin getur eitthvað gert til að greiða götu kvikmyndagerðar í Reykjavík þá er það bara hið besta mál,“ segir Dagur og því ljóst að Höfði er, þrátt fyrir breytingar í borgarstjórn, enn opinn fyrir Hollywood.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira