Íslenski boltinn

Vanmetum ekki Fjölni

Leifur Garðarsson er hér ásamt fyrrum kollega sínum Ólafi Jóhannessyni, en þeir mætast í úrslitum Visa bikarsins ef Fylkir vinnur í kvöld
Leifur Garðarsson er hér ásamt fyrrum kollega sínum Ólafi Jóhannessyni, en þeir mætast í úrslitum Visa bikarsins ef Fylkir vinnur í kvöld Mynd/Stefán Karlsson

"Þessi leikur leggst vel í mig eins og allir leikir. Við gerum þá kröfu á sjálfa okkur að klára þennan leik eins og alla leiki sem við förum í og við berum mikla virðingu fyrir liði Fjölnis," sagði Leifur Garðarsson í samtali við Vísi í kvöld, en hans menn í Fylki mæta þá Fjölni í undanúrslitaleik Visa-bikarsins. Sigurvegarinn í kvöld mætir FH í úrslitum.

"Við þurfum samt fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa í kvöld. Fjölnir er með marga frambærilega leikmenn og lið Fjölnis er með lið sem er á kaliberi við liðin í Landsbankadeildinni," sagði Leifur og sagðist ekki óttast að hans menn myndu vanmeta andstæðinga sína í kvöld.

"Alls ekki. Menn eru í þessu til að ná árangri og þá þýðir ekkert að halda að maður sé betri en maður er hverju sinni. Ég ætla rétt að vona að sé hungur í mannskapnum til að ná í stærsta leik ársins. Menn eru í fótbolta til að spila slíka leiki svo að ég ætla að vona að ég þurfi ekki að hvetja menn sérstaklega fyrir svona leik. Þeir sem vilja vera alvöru knattspyrnumenn þrífast á svona leikjum," sagði Leifur í samtali við Vísi.

Leikurinn er spilaður á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×