Innlent

Taka lán fyrir menningarhúsinu

Bæjarráð Akureyrar samþykkti í dag að taka eitt hæsta lán sem bærinn hefur tekið. Lánið, sem er upp á liðlega sjöhundruð milljónir króna,  fer að mestu í að byggja menningarhús.

Lánasjóður sveitarfélaga veitir bæjarfélaginu lánið en sjóðurinn er í eigu sveitarfélaganna. Upphæðin er 8,1 milljón evra sem þýðir á gengi dagsins í dag rúmlega 700 milljónir.

 

Dan Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar segir um ástæður lántökunnar að óvenju mikið sé um framkvæmdir þessi misserin. Þannig rennur bróðurparturinn af evruláninu í menningarhúsið eitt og sér, eða 680 milljónir króna. Þá standa yfir framkvæmdir við skóla og íþróttamannvirki í Hrísey svo fleira sé nefnt.

 

Lánið er á hagstæðum kjörum að sögn fjármálastjóra bæjarins og tímasetningin góð, þar sem gengi íslensku krónunnar hefur llækkað. Heildarskuldabyrði bæjarins fer hækkandi samkvæmt þriggja ára áætlun. Samkvæmt áætlun mun bærinn skulda um 10 milljarða um áramótin en skuldirnar munu hækka í ellefu komma fjóra milljarða árið 201



Fleiri fréttir

Sjá meira


×