Innlent

Fornleifaskóli fyrir börn í Þingeyjarsveit

Björn Þorláksson skrifar
Fornleifaskóli barna hefur tekið til starfa í Þingeyjarsveit. Mikil vakning er um fornleifar og uppgröft í héraði að sögn heimamanna.

Unnsteinn Ingason sem fer fyrir áhugasömum Þingeyingum um fornleifar fylgist spenntur með fornleifauppgreftri við Lyngbrekku í Reykjadal þar sem nokkur kuml hafa fundist. Það er enda félag hans sem kostar uppgröftinn að mestu. Hann segir áhuga á fornleifum vera að stóraukast.

Börnin í Þingeyjarsveit hafa þegar farið í ýmsar ferðir til að skoða fornleifar og er stefnt að því að fornleifarfræðin og vinnuskólinn eigi samleið næsta ár.

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×