Iceland Express hunsar talsmann neytenda 24. ágúst 2007 11:43 MYND/Vilhelm Flugfélagið Iceland Express hefur neitað að verða við tilmælum talsmanns neytenda um að neytendur velji sjálfir sérstaklega hvort þeir vilji greiða forfallagjald þegar þeir kaupa flugmiða á Netinu. Talsmaður neytenda segir að aukagjöld samkvæmt forvali feli í sér neikvæða samningsgerð, sem hann segir óheimila. Í fréttatilkynningu frá Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda kemur fram, að lögmaður Iceland Express ehf. hafi hafnað tilmælum talsmanns neytenda um að hætt yrði að setja fyrirfram hak í valreit fyrir forfallagjald þegar keyptur er flugmiði hjá fyrirtækinu. „Mælst var til þess í tilmælunum að framvegis yrðu netsíður seljenda flugferða þannig að neytandi þyrfti ekki að taka burt hak í valreit vildi hann ekki greiða forfallagjald til viðbótar við flugmiðaverð. Sama gildir um aðra viðbótarþjónustu sem fyrirtækið vill rukka neytendur aukalega fyrir," segir í tilkynningunni. „Að mati talsmanns neytenda er sú framsetning sem Iceland Express notast við ekki í samræmi við lög enda felst í henni svonefnd neikvæð samningsgerð gagnvart neytendum," segir á heimasíðu talsmanns neytenda. „Neytanda sem pantar sér flugfar er þannig gert að greiða fyrir annað en það sem hann hefur beinlínis óskað eftir. Neikvæð samningsgerð byggir ranglega á því að þögn feli í sér samþykki og geti stofnað til viðskipta en svo er ekki samkvæmt lögum." Talsmaður neytenda bendir á að hingað til hafa fyrirtæki farið að tilmælum talsmanns neytenda. „Talsmaður neytenda getur ekki fallist á röksemdir sem nú hafa komið fram í bréfi Iceland Express," segir ennfremur og því bætt við, að í kjölfarið verði ákveðið hvernig brugðist verður við synjun Iceland Express, „enda er neikvæð samningsgerð gagnvart neytendum almennt óheimil að lögum að mati talsmanns neytenda." „Rétt er að benda á að ekkert er því til fyrirstöðu að Iceland Express breyti skilmálum og bjóði neytendum að falla frá ferð við tilteknar aðstæður enda er meginatriði samningsins frá sjónarhóli neytandans hvaða verð er greitt fyrir hvaða þjónustu," segir á heimasíðu talsmanns neytenda. „Eins og vefsíða Iceland Express er nú sett fram hækkar heildarverð hins vegar miðað við auglýst verð flugferðar ef neytandi velur ekki burt hak í valreit fyrir forfallagjald." Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Flugfélagið Iceland Express hefur neitað að verða við tilmælum talsmanns neytenda um að neytendur velji sjálfir sérstaklega hvort þeir vilji greiða forfallagjald þegar þeir kaupa flugmiða á Netinu. Talsmaður neytenda segir að aukagjöld samkvæmt forvali feli í sér neikvæða samningsgerð, sem hann segir óheimila. Í fréttatilkynningu frá Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda kemur fram, að lögmaður Iceland Express ehf. hafi hafnað tilmælum talsmanns neytenda um að hætt yrði að setja fyrirfram hak í valreit fyrir forfallagjald þegar keyptur er flugmiði hjá fyrirtækinu. „Mælst var til þess í tilmælunum að framvegis yrðu netsíður seljenda flugferða þannig að neytandi þyrfti ekki að taka burt hak í valreit vildi hann ekki greiða forfallagjald til viðbótar við flugmiðaverð. Sama gildir um aðra viðbótarþjónustu sem fyrirtækið vill rukka neytendur aukalega fyrir," segir í tilkynningunni. „Að mati talsmanns neytenda er sú framsetning sem Iceland Express notast við ekki í samræmi við lög enda felst í henni svonefnd neikvæð samningsgerð gagnvart neytendum," segir á heimasíðu talsmanns neytenda. „Neytanda sem pantar sér flugfar er þannig gert að greiða fyrir annað en það sem hann hefur beinlínis óskað eftir. Neikvæð samningsgerð byggir ranglega á því að þögn feli í sér samþykki og geti stofnað til viðskipta en svo er ekki samkvæmt lögum." Talsmaður neytenda bendir á að hingað til hafa fyrirtæki farið að tilmælum talsmanns neytenda. „Talsmaður neytenda getur ekki fallist á röksemdir sem nú hafa komið fram í bréfi Iceland Express," segir ennfremur og því bætt við, að í kjölfarið verði ákveðið hvernig brugðist verður við synjun Iceland Express, „enda er neikvæð samningsgerð gagnvart neytendum almennt óheimil að lögum að mati talsmanns neytenda." „Rétt er að benda á að ekkert er því til fyrirstöðu að Iceland Express breyti skilmálum og bjóði neytendum að falla frá ferð við tilteknar aðstæður enda er meginatriði samningsins frá sjónarhóli neytandans hvaða verð er greitt fyrir hvaða þjónustu," segir á heimasíðu talsmanns neytenda. „Eins og vefsíða Iceland Express er nú sett fram hækkar heildarverð hins vegar miðað við auglýst verð flugferðar ef neytandi velur ekki burt hak í valreit fyrir forfallagjald."
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira