Innlent

Kennslu- og prófdagar færri en reglugerð gerir ráð fyrir

Kennslu- og prófdagar í framhaldsskólum reyndust vera færri en 175 í 13 skólum á síðasta kennsluári samkvæmt tölum sem Hagstofan birtir í dag. Það stangast á við reglugerð um starfstíma framhaldsskóla sem segir að kennslu- og prófdagar skuli ekki vera færri 175. Tófl skólar uppfylltu ekki þessi ákvæði skólaárið 2005-2006.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að kjarasamningar geri ráð fyrir 175 kennslu- og prófdögum og að auki fjórum vinnudögum kennara árlega. Heildarfjöldi vinnudaga kennara á skólaárinu 2006-2007 reyndist vera frá 175 til 187. Meðalfjöldi allra vinnudaga kennara var 180 og er það sami dagafjöldi og síðastliðin skólaár.

Að meðaltali var 26 dögum varið til prófa og námsmats í framhaldsskólum landsins kennsluárið 2006-2007 sem er fækkun um einn dag frá síðastliðnu skólaári, en sami dagafjöldi og árið þar á undan. Nemendur á síðasta ári í bekkjarkerfisskólum fá í sumum tilfellum færri reglulega kennsludaga en yngri nemendur en fá í staðinn fleiri prófdaga.

Tölu Hagstofunnar leiða enn fremur að bekkjarkerfi er við lýði í sex framhaldsskólum á landinu og áfangakerfi í 28 skólum og er engin breyting þar á á milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×