Vill innflytjendur í íslensku lögregluna 27. október 2006 00:01 Karl Steinar Valsson. Telur að lögreglan eigi að endurspegla það samfélag sem hún þjónar. MYND/Róbert Löggæsla Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er þeirrar skoðunar að íslenska lögreglan þurfi að huga betur að því hvernig hún endurspegli samfélagið og breytast í takt við aukinn fjölda útlendinga sem hér búa. Hann segir að víða erlendis sé lögreglan með starfsfólk til að endurspegla og ná betri tengslum við erlenda hópa í samfélaginu. „Samfélagið er breytt og við ættum að skipta um gír og horfa á hvernig við undirbúum okkar lögreglumenn undir þær breytingar sem nú þegar hafa átt sér stað í samfélaginu.“ Til að fjölga íslenskum lögreglumönnum sem eru fæddir eða uppaldir erlendis og hafa ekki fullkomið vald á íslensku þarf að breyta lögum um inntökuskilyrði í Lögregluskólann, en þar eru kröfur gerðar um góða kunnáttu í rituðu íslensku máli, vegna skýrslugerðar og samskiptagetu. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Snævarr, yfirlögregluþjóni í valnefnd Lögregluskólans, þarf lagasetningu til að breyta reglum um inntökuskilyrði. „Við erum mjög jákvæðir gagnvart fólki af erlendum uppruna og það er allt hægt, en lögin eru sett af Alþingi og frumkvæðið þyrfti að koma þaðan,“ segir Gunnlaugur. Hann bendir á að í Bretlandi hafi verið reynt að hafa ákveðið lágmarkshlutfall lögreglumanna úr minnihlutahópum, eða fimm prósent. Sú tilraun hafi þó ekki gengið sem skyldi og breska lögreglan hafi því horfið frá því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki velt þessum möguleika sérstaklega fyrir sér, en telur að „verði ráðist í að setja sérstök lög um Löggæsluskóla ríkisins [...] yrði hugað að þessu nýmæli eins og öðrum.“ Hann segir jafnframt „nauðsynlegt að líta til nýrra þátta vegna fjölgunar útlendinga í landinu.“ Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Löggæsla Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er þeirrar skoðunar að íslenska lögreglan þurfi að huga betur að því hvernig hún endurspegli samfélagið og breytast í takt við aukinn fjölda útlendinga sem hér búa. Hann segir að víða erlendis sé lögreglan með starfsfólk til að endurspegla og ná betri tengslum við erlenda hópa í samfélaginu. „Samfélagið er breytt og við ættum að skipta um gír og horfa á hvernig við undirbúum okkar lögreglumenn undir þær breytingar sem nú þegar hafa átt sér stað í samfélaginu.“ Til að fjölga íslenskum lögreglumönnum sem eru fæddir eða uppaldir erlendis og hafa ekki fullkomið vald á íslensku þarf að breyta lögum um inntökuskilyrði í Lögregluskólann, en þar eru kröfur gerðar um góða kunnáttu í rituðu íslensku máli, vegna skýrslugerðar og samskiptagetu. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Snævarr, yfirlögregluþjóni í valnefnd Lögregluskólans, þarf lagasetningu til að breyta reglum um inntökuskilyrði. „Við erum mjög jákvæðir gagnvart fólki af erlendum uppruna og það er allt hægt, en lögin eru sett af Alþingi og frumkvæðið þyrfti að koma þaðan,“ segir Gunnlaugur. Hann bendir á að í Bretlandi hafi verið reynt að hafa ákveðið lágmarkshlutfall lögreglumanna úr minnihlutahópum, eða fimm prósent. Sú tilraun hafi þó ekki gengið sem skyldi og breska lögreglan hafi því horfið frá því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki velt þessum möguleika sérstaklega fyrir sér, en telur að „verði ráðist í að setja sérstök lög um Löggæsluskóla ríkisins [...] yrði hugað að þessu nýmæli eins og öðrum.“ Hann segir jafnframt „nauðsynlegt að líta til nýrra þátta vegna fjölgunar útlendinga í landinu.“
Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira