Fráleit ásökun um óheiðarleika 5. desember 2006 12:05 Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum launakröfum framsóknarmanna. Framsóknarmenn á Selfossi fullyrða að það hafi slitnað upp úr meirihlutasamstarfinu á föstudag vegna afgreiðslu á tillögu frá Eðalhúsum um að heimila auglýsingu á deiliskipulagi á svokölluðum Sigtúnsreit. Kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að Eyþór Arnals, sem leiddi lista sjálfstæðismanna en verið hefur í fríi fá störfum frá því í vor, væri í viðskiptasamvinnu við þetta fyrirtæki. Þessu vísar Eyþór á bug og segir það algerlega tilhæfulaust. Einnig var þess getið að eigandi þessarar lóðar þar til í sumar hefði verið Leó Árnason, kosningastjóri Eyþórs. Eyþór segir að þetta sé fráleitt og hafi hann engan kosningastjóra haft. Þá eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bálreiðir vegna yfirlýsinga ásakan fyrrum samstarfsmanna um óheilindi. Segja þeir í yfirlýsingu að engin óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við afgreiðslu deiliskipulagstillögu á Sigtúnsreit. Bent er á að framsóknarmenn hafi sjálfir, á meirihlutafundi 23. október, samþykkt að taka þessa tillögu fyrir á fundi 1. desember og heimila að auglýsa skipulagið. Skorað er á Þorvald Guðmundsson og Margréti K. Erlingsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar að staðfesta þetta, að öðrum kosti verði litið svo á að þau séu ekki merk orða sinna, eins og segir í yfirlýsingunni. Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, stendur við fullyrðingar sínar um að það sem raunverulega hafi steytt á í samstarfinu sé andstaða sjálfstæðismanna við framkvæmdir á reit við Austurveg þar sem framsóknarmenn hafi þrýst á um afgreiðslu. Bendir Þórunn Jóna á að þar eigi Eðalhús hagsmuna að gæta og því augljóslega fráleitt að halda því fram að sjálfstæðismenn hafi verið að ganga erinda þess fyrirtækis varðandi afgrieðslu á Sigtúnsreit. Sjálfstæðismenn hafa einnig bent á andstöðu sína gegn launahækkunum framsóknarmanna. Bendir Þórunn á að tillaga hafi til dæmis verið uppi um hækkun til handa Margréti Erlingsdóttur, varaformanni bæjarráðs, upp á ríflega 40% á launalið og yfir 70% hækkun alls. Sjálfstæðismenn hafi engan vegin getað samþykkt slíkar hækkanir. Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum launakröfum framsóknarmanna. Framsóknarmenn á Selfossi fullyrða að það hafi slitnað upp úr meirihlutasamstarfinu á föstudag vegna afgreiðslu á tillögu frá Eðalhúsum um að heimila auglýsingu á deiliskipulagi á svokölluðum Sigtúnsreit. Kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að Eyþór Arnals, sem leiddi lista sjálfstæðismanna en verið hefur í fríi fá störfum frá því í vor, væri í viðskiptasamvinnu við þetta fyrirtæki. Þessu vísar Eyþór á bug og segir það algerlega tilhæfulaust. Einnig var þess getið að eigandi þessarar lóðar þar til í sumar hefði verið Leó Árnason, kosningastjóri Eyþórs. Eyþór segir að þetta sé fráleitt og hafi hann engan kosningastjóra haft. Þá eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bálreiðir vegna yfirlýsinga ásakan fyrrum samstarfsmanna um óheilindi. Segja þeir í yfirlýsingu að engin óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við afgreiðslu deiliskipulagstillögu á Sigtúnsreit. Bent er á að framsóknarmenn hafi sjálfir, á meirihlutafundi 23. október, samþykkt að taka þessa tillögu fyrir á fundi 1. desember og heimila að auglýsa skipulagið. Skorað er á Þorvald Guðmundsson og Margréti K. Erlingsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar að staðfesta þetta, að öðrum kosti verði litið svo á að þau séu ekki merk orða sinna, eins og segir í yfirlýsingunni. Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, stendur við fullyrðingar sínar um að það sem raunverulega hafi steytt á í samstarfinu sé andstaða sjálfstæðismanna við framkvæmdir á reit við Austurveg þar sem framsóknarmenn hafi þrýst á um afgreiðslu. Bendir Þórunn Jóna á að þar eigi Eðalhús hagsmuna að gæta og því augljóslega fráleitt að halda því fram að sjálfstæðismenn hafi verið að ganga erinda þess fyrirtækis varðandi afgrieðslu á Sigtúnsreit. Sjálfstæðismenn hafa einnig bent á andstöðu sína gegn launahækkunum framsóknarmanna. Bendir Þórunn á að tillaga hafi til dæmis verið uppi um hækkun til handa Margréti Erlingsdóttur, varaformanni bæjarráðs, upp á ríflega 40% á launalið og yfir 70% hækkun alls. Sjálfstæðismenn hafi engan vegin getað samþykkt slíkar hækkanir.
Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira