Erninum Sigurerni þyrmt 20. nóvember 2006 12:08 Örninn Sigurörn í Húsdýragarðinum MYND/Stefám Það er dauft yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Í morgun var öllum hænum, aligæsum og aliöndum í garðinum fargað og matargjöfum til hundraða villtra fugla hætt. Tveir dýralæknar fóru um garðinn í morgun og förguðu á annan tug alifugla með eitri. Það var því óvenju hljótt í garðinum í morgun og dauft yfir starfsfólkinu, skiljanlega. Eftir eru tveir fálkar og haförn, sem hafa verið vistaðir í garðinum um stundarsakir Þessir fuglar sem við sjáum hér eru villtir fuglar sem hefur verið gefið í garðinum en því á að hætta. Að sögn forstöðumannsins koma nokkur hundruð fuglar á dag í leit að æti en með því að hætta að gefa þeim flæmst þeir væntanlega í burtu. Síðustu mánuði hefur Landbúnaðarstofnun skimað fyrir fuglaflensu í ljósi yfirvofandi hættu á að hið skæða afbrigði fuglaflensu H5N1 geti borist til landsins. Tekin voru 160 blóðsýni af alifuglategundum sem öll voru neikvæð nema sýni sem tekin voru nýlega í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar voru tekin sýni úr 10 landnámshænum og reyndust fjögur jákvæð vegna mótefna gegn vægum tegundum af fluglaflensu af H5-stofni. Þrátt fyrir að mótefni hafi aðeins fundist gegn vægum afbrigðum af fuglaflensu og engin merki hafi verið um veikindi í fuglunum taldi Landbúnaðarstofnun nauðsynlegt að brugðist væri við með því að aflífa fuglana og varð landbúnaðarráðherra við þeirri tillögu. Alþjóðadýraheilbirgðisstofnunin hefur lagt til að fuglum þar sem H5-stofninn finnst verði fargað en vísindamenn telja að ef H5 veira sé fyrir hendi í fuglum geti verið hætta á að hún breytist úr því að vera væg yfir í að verða skæð. Fréttir Innlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Það er dauft yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Í morgun var öllum hænum, aligæsum og aliöndum í garðinum fargað og matargjöfum til hundraða villtra fugla hætt. Tveir dýralæknar fóru um garðinn í morgun og förguðu á annan tug alifugla með eitri. Það var því óvenju hljótt í garðinum í morgun og dauft yfir starfsfólkinu, skiljanlega. Eftir eru tveir fálkar og haförn, sem hafa verið vistaðir í garðinum um stundarsakir Þessir fuglar sem við sjáum hér eru villtir fuglar sem hefur verið gefið í garðinum en því á að hætta. Að sögn forstöðumannsins koma nokkur hundruð fuglar á dag í leit að æti en með því að hætta að gefa þeim flæmst þeir væntanlega í burtu. Síðustu mánuði hefur Landbúnaðarstofnun skimað fyrir fuglaflensu í ljósi yfirvofandi hættu á að hið skæða afbrigði fuglaflensu H5N1 geti borist til landsins. Tekin voru 160 blóðsýni af alifuglategundum sem öll voru neikvæð nema sýni sem tekin voru nýlega í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar voru tekin sýni úr 10 landnámshænum og reyndust fjögur jákvæð vegna mótefna gegn vægum tegundum af fluglaflensu af H5-stofni. Þrátt fyrir að mótefni hafi aðeins fundist gegn vægum afbrigðum af fuglaflensu og engin merki hafi verið um veikindi í fuglunum taldi Landbúnaðarstofnun nauðsynlegt að brugðist væri við með því að aflífa fuglana og varð landbúnaðarráðherra við þeirri tillögu. Alþjóðadýraheilbirgðisstofnunin hefur lagt til að fuglum þar sem H5-stofninn finnst verði fargað en vísindamenn telja að ef H5 veira sé fyrir hendi í fuglum geti verið hætta á að hún breytist úr því að vera væg yfir í að verða skæð.
Fréttir Innlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira