Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli 19. október 2006 11:20 MYND/Vísir Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Sagði Steingrímur það stangast á við yfirlýsingar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að ríkisstjórnin styddi ákvörðun hans og því ríkti ekki samstaða um veiðarnar. Sjávarútvegsráðherra svaraði því til að hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og að hún stæði heilshugar á bak við hana. Hann hefði haft skýrt leyfi til að taka ákvörðun um að gefa út veiðileyfin. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokk sinn styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar og að hann teldi að yfirlýsingar umhverfisráðherra hefðu veikt stöðu Íslands í málinu. Slæmt væri að umhverfisráðherra væri ekki við umræðurnar á þingi en hann hefði vitað af þeim.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði málið í sérstökum farvegi og spurði hvort umhverfisráðherra hefði ekki verið hafður með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Ingibjörg benti á að ef einhver ætti að vera inni í málinu þá væri það sá ráðherra enda þyrfti hann að svara fyrir veiðarnar líkt og sjávarútvegsráðherra út á við. Hún kallaði jafnframt eftir því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skýrði frá því hver fyrirvari hennar væri í málinu.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðurnar að það hefði verið Alþingi sem ákvað það á sínum tíma að hefja atvinnuveiðar á ný og ráðherra væri að framfylgja vilja Alþingis. Þá sagði að hann að þeir sem væru á móti veiðunum ættu að segja það í stað þess að skýla sér á bak við hlutleysi.Sjávarútvegsráðherra steig aftur í pontu og ítrekaði að ríkisstjórnin stæði einhuga á bak við ákvörðunina en sakaði um leið stjórnarandstöðuna um að tala sig fram hjá afstöðu sinni í málinu. Afstaðan þyrfti að koma fram. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Sagði Steingrímur það stangast á við yfirlýsingar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að ríkisstjórnin styddi ákvörðun hans og því ríkti ekki samstaða um veiðarnar. Sjávarútvegsráðherra svaraði því til að hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og að hún stæði heilshugar á bak við hana. Hann hefði haft skýrt leyfi til að taka ákvörðun um að gefa út veiðileyfin. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokk sinn styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar og að hann teldi að yfirlýsingar umhverfisráðherra hefðu veikt stöðu Íslands í málinu. Slæmt væri að umhverfisráðherra væri ekki við umræðurnar á þingi en hann hefði vitað af þeim.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði málið í sérstökum farvegi og spurði hvort umhverfisráðherra hefði ekki verið hafður með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin. Ingibjörg benti á að ef einhver ætti að vera inni í málinu þá væri það sá ráðherra enda þyrfti hann að svara fyrir veiðarnar líkt og sjávarútvegsráðherra út á við. Hún kallaði jafnframt eftir því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skýrði frá því hver fyrirvari hennar væri í málinu.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðurnar að það hefði verið Alþingi sem ákvað það á sínum tíma að hefja atvinnuveiðar á ný og ráðherra væri að framfylgja vilja Alþingis. Þá sagði að hann að þeir sem væru á móti veiðunum ættu að segja það í stað þess að skýla sér á bak við hlutleysi.Sjávarútvegsráðherra steig aftur í pontu og ítrekaði að ríkisstjórnin stæði einhuga á bak við ákvörðunina en sakaði um leið stjórnarandstöðuna um að tala sig fram hjá afstöðu sinni í málinu. Afstaðan þyrfti að koma fram.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira