Söltun og mokstur aukinn í borginni 19. október 2006 06:00 jón halldór jónasson Þeir sem aka fjórhjóladrifnum bílum eru ólíklegri til að vera á nagladekkjum en þeir sem aka bílum með drifi á einum öxli. Dregið hefur úr notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu á undanförunum árum og eru nú 52 prósent farartækja með nagladekk. Til samanburðar má geta þess að 64 prósent voru með nagladekk árið 2001. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun á notkun vetrardekkja sem gerð var í maí 2006. Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir helstu breytingarnar þær að þeir sem eru á fjórhjóladrifnum bílum séu ólíklegri til að vera á nagladekkjum en þeir sem aka bílum með drifi á einum öxli. Fjórhjóladrifnum bílum hafi fjölgað og þar með dragi úr notkun á nagladekkjum. „Þannig voru 62 prósent bíla með drifi á einum öxli á nagladekkjum á móti 36 prósentum bíla með fjórhjóladrifi." Jón Halldór segir gleðilegt að nagladekkjum sé að fækka og greinilegt að fólk telji sig öruggt án þeirra. „Það er mikill hagur í því að sleppa nöglunum því þeir eru stór þáttur í svifryksmengun borgarinnar og eyðingu slitlags. Á síðasta ári spændust 10 þúsund tonn upp af slitlagi í Reykjavík vegna nagladekkja og nemur kostnaður við lagfæringu þess 150 milljónum." Í könnuninni kemur í ljós að ríflega 42 prósent þeirra sem sögðust myndu kaupa nagladekk telja að önnur dekk kæmu til greina ef aukið yrði við mokstur og söltun. Jón Halldór segir að nú sé í bígerð að auka söltun og mokstur á vegum borgarinnar frá í fyrra. Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Dregið hefur úr notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu á undanförunum árum og eru nú 52 prósent farartækja með nagladekk. Til samanburðar má geta þess að 64 prósent voru með nagladekk árið 2001. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun á notkun vetrardekkja sem gerð var í maí 2006. Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir helstu breytingarnar þær að þeir sem eru á fjórhjóladrifnum bílum séu ólíklegri til að vera á nagladekkjum en þeir sem aka bílum með drifi á einum öxli. Fjórhjóladrifnum bílum hafi fjölgað og þar með dragi úr notkun á nagladekkjum. „Þannig voru 62 prósent bíla með drifi á einum öxli á nagladekkjum á móti 36 prósentum bíla með fjórhjóladrifi." Jón Halldór segir gleðilegt að nagladekkjum sé að fækka og greinilegt að fólk telji sig öruggt án þeirra. „Það er mikill hagur í því að sleppa nöglunum því þeir eru stór þáttur í svifryksmengun borgarinnar og eyðingu slitlags. Á síðasta ári spændust 10 þúsund tonn upp af slitlagi í Reykjavík vegna nagladekkja og nemur kostnaður við lagfæringu þess 150 milljónum." Í könnuninni kemur í ljós að ríflega 42 prósent þeirra sem sögðust myndu kaupa nagladekk telja að önnur dekk kæmu til greina ef aukið yrði við mokstur og söltun. Jón Halldór segir að nú sé í bígerð að auka söltun og mokstur á vegum borgarinnar frá í fyrra.
Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira