Björgunarsveitir voru kallaðar út á níunda tímanum í kvöld til að leita sjö ára drengs við Laugar í Reykjadal en hann hafði ekki skilað sér heim á tilsettum tíma.
Þegar farið var að kanna ferðir hans fannst hjólið hans og hjálmur í vegkanti.
Í tilkynningu frá Slysvarnarfélaginu Landsbjörgu segir að aðeins hafi liðið rúm hálf klukkustund þar til björgunarsveitarmenn fundu drenginn, aðeins kaldan og skelkaðan, svo að segja í túngarðinum við heimili hans.