Rykkornin eru risavaxin 2. október 2006 02:45 Vísindamenn við störf Unnið er með smæstu stærðirnar í rykfríu hreinherbergi. Full loftskipti eru á þrjátíu sekúndna fresti og er lýsingin gul svo betur megi vernda ljósnæm efni sem þar eru notuð.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Örtæknikjarni hefur verið tekinn í notkun í Háskóla Íslands. Sambærilega aðstöðu og þá sem nú hefur verið opnuð má finna í flestum stærri háskólum veraldar. Hún gefur vísindamönnum möguleika á að framleiða hluti á örsmæðarmælikvarða úr ýmsum efnum. Hægt er að prenta í þessi efni munstur sem nema um einum hundraðasta úr hársbreidd og þykkt þeirra getur verið allt niður í einstök atómlög sem nema einum nanómetra, sem er einn milljarðasti úr metra. Því er um að ræða stærðir sem eru minni en rykkorn. Örtæknin eða nanótækni, eins og hún er einnig oft nefnd hefur haft gríðarleg áhrif á tækniþróun undanfarinna áratuga, í tölvutækni, samskiptatækni, efnistækni, líftækni, læknisfræði og á fleiri sviðum. Margir vísindamenn um heiminn hafa líkt þróun örtækninnar við tilkomu iðnbyltingarinnar á átjándu öld. Tækniframfarir framtíðarinnar eigi að miklum hluta eftir að byggjast á þróun hennar. Umfangsmikil tækjauppbygging hefur verið í örtækni á Íslandi frá árinu 2004. Tækjakostinum hefur verið deilt á tvo örtæknikjarna og er annar þeirra staðsettur í Háskóla Íslands en hinn á Iðntæknistofnun. Kostnaður við tækjabúnaðinn fyrir árin 2004-2007 er talinn nema um 150 milljónum króna. Við opnunarræðu Kristínar Ingólfsdóttur háskólarektors vísaði hún til þess að heiti þessarar tækni væri dregið af gríska orðinu nanó sem þýðir dvergur. Hún ítrekaði þó að þær væntingar sem bundnar væru við tilkomu örtæknikjarnanna væru ekki í dvergstærðum heldur risavaxnar. Kjarnarnir feli í sér mikilvæg tækifæri fyrir íslenskt rannsóknarsamfélag. Innlent Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Sjá meira
Örtæknikjarni hefur verið tekinn í notkun í Háskóla Íslands. Sambærilega aðstöðu og þá sem nú hefur verið opnuð má finna í flestum stærri háskólum veraldar. Hún gefur vísindamönnum möguleika á að framleiða hluti á örsmæðarmælikvarða úr ýmsum efnum. Hægt er að prenta í þessi efni munstur sem nema um einum hundraðasta úr hársbreidd og þykkt þeirra getur verið allt niður í einstök atómlög sem nema einum nanómetra, sem er einn milljarðasti úr metra. Því er um að ræða stærðir sem eru minni en rykkorn. Örtæknin eða nanótækni, eins og hún er einnig oft nefnd hefur haft gríðarleg áhrif á tækniþróun undanfarinna áratuga, í tölvutækni, samskiptatækni, efnistækni, líftækni, læknisfræði og á fleiri sviðum. Margir vísindamenn um heiminn hafa líkt þróun örtækninnar við tilkomu iðnbyltingarinnar á átjándu öld. Tækniframfarir framtíðarinnar eigi að miklum hluta eftir að byggjast á þróun hennar. Umfangsmikil tækjauppbygging hefur verið í örtækni á Íslandi frá árinu 2004. Tækjakostinum hefur verið deilt á tvo örtæknikjarna og er annar þeirra staðsettur í Háskóla Íslands en hinn á Iðntæknistofnun. Kostnaður við tækjabúnaðinn fyrir árin 2004-2007 er talinn nema um 150 milljónum króna. Við opnunarræðu Kristínar Ingólfsdóttur háskólarektors vísaði hún til þess að heiti þessarar tækni væri dregið af gríska orðinu nanó sem þýðir dvergur. Hún ítrekaði þó að þær væntingar sem bundnar væru við tilkomu örtæknikjarnanna væru ekki í dvergstærðum heldur risavaxnar. Kjarnarnir feli í sér mikilvæg tækifæri fyrir íslenskt rannsóknarsamfélag.
Innlent Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent