Tvö hundruð milljóna tekjur af Airwaves 20. október 2006 07:00 Eldar Ástþórsson Hver erlendur gestur á Iceland Airwaves hátíðinni eyðir rúmum hundrað þúsund krónum að jafnaði meðan á dvöl hans stendur. Þetta er niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg, ásamt nítján öðrum borgum á norðurslóðum, lét gera í fyrra um ýmsa atburði sem draga að ferðamenn. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn íhuga nú að koma á svipaðri árlegri hátíð. Samkvæmt könnuninni komu um fjörutíu prósent gestanna í fyrra erlendis frá eða utan af landi, tæplega tvö þúsund manns. Hver þeirra gisti í fjórar til fimm nætur á gistiheimili eða hóteli. Samanreiknuð eyðsla þessara ferðamanna var um tvö hundruð milljónir króna, fyrir utan flugmiða. Eyðslan var fjölbreytileg, enda gestirnir í yngri kantinum; flestir á aldrinum 18-34 ára. Það sem skiptir mestu í þessu samhengi, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur hjá Höfuðborgarstofu, er að hátíðin er utan háannatíma og því hrein viðbót við ferðamannastrauminn hingað. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru flest hótelherbergi í Reykjavík bókuð um helgina, þótt fleira spili inn í en Airwaves hátíðin. Í ár gæti velta hátíðarinnar numið allt að þrjátíu milljónum króna, miðað við selda miða og styrkveitingar. Svanhildur og Eldar Ástþórsson hjá Iceland Airwaves eru sammála um að þennan árangur megi þakka markaðsstarfi þeirra sem að hátíðinni standa, en ekki skipti minnstu að gott orðspor fari af hátíðinni. Áhersla hafi verið lögð á gæði og frumleika, fremur en að bjóða upp á dýra og þekkta tónlistarmenn. Frá fyrstu tíð var lögð áhersla á að bjóða erlendum blaðamönnum hingað og voru þeir strax um fimmtíu talsins árið 1999 þegar hátíðin var fyrst haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Í ár eru blaðamennirnir um þrjú hundruð og margir að koma í annað, þriðja, jafnvel fjórða sinn. Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Hver erlendur gestur á Iceland Airwaves hátíðinni eyðir rúmum hundrað þúsund krónum að jafnaði meðan á dvöl hans stendur. Þetta er niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg, ásamt nítján öðrum borgum á norðurslóðum, lét gera í fyrra um ýmsa atburði sem draga að ferðamenn. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn íhuga nú að koma á svipaðri árlegri hátíð. Samkvæmt könnuninni komu um fjörutíu prósent gestanna í fyrra erlendis frá eða utan af landi, tæplega tvö þúsund manns. Hver þeirra gisti í fjórar til fimm nætur á gistiheimili eða hóteli. Samanreiknuð eyðsla þessara ferðamanna var um tvö hundruð milljónir króna, fyrir utan flugmiða. Eyðslan var fjölbreytileg, enda gestirnir í yngri kantinum; flestir á aldrinum 18-34 ára. Það sem skiptir mestu í þessu samhengi, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur hjá Höfuðborgarstofu, er að hátíðin er utan háannatíma og því hrein viðbót við ferðamannastrauminn hingað. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru flest hótelherbergi í Reykjavík bókuð um helgina, þótt fleira spili inn í en Airwaves hátíðin. Í ár gæti velta hátíðarinnar numið allt að þrjátíu milljónum króna, miðað við selda miða og styrkveitingar. Svanhildur og Eldar Ástþórsson hjá Iceland Airwaves eru sammála um að þennan árangur megi þakka markaðsstarfi þeirra sem að hátíðinni standa, en ekki skipti minnstu að gott orðspor fari af hátíðinni. Áhersla hafi verið lögð á gæði og frumleika, fremur en að bjóða upp á dýra og þekkta tónlistarmenn. Frá fyrstu tíð var lögð áhersla á að bjóða erlendum blaðamönnum hingað og voru þeir strax um fimmtíu talsins árið 1999 þegar hátíðin var fyrst haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Í ár eru blaðamennirnir um þrjú hundruð og margir að koma í annað, þriðja, jafnvel fjórða sinn.
Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira