Skerðingar lækka og þjónustan bætt 20. júlí 2006 04:15 Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga, lækkun skerðinga bóta og sveigjanleg starfslok eru meðal atriða í nýju samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara sem miðar að því að bæta afkomu og aðbúnað ellilífeyrisþega. Samkomulagið er byggt á starfi nefndar, undir forsæti Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara, sem skipuð var í janúar. Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti ánægju með samkomulagið á fundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í gær. Rakti hann innihald þess og sagði miklum fjármunum varið á næstu árum til að uppfylla það. Talsverðar umbætur eru gerðar á almannatryggingakerfi ellilífeyrisþega sem einnig ná til örorkuþega. Lífeyrisgreiðslur hækka um 15 þúsund krónur frá og með síðustu mánaðamótum, í takt við samkomulag á almennum vinnumarkaði. Þá er dregið úr skerðingum bóta vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega, vasapeningar fólks á stofnunum hækka um 25 prósent og með frestun lífeyristöku hækka allar bótafjárhæðir um 0,5 prósent fyrir hvern mánuð fram til 72 ára aldurs. Auka á heimahjúkrun verulega frá því sem nú er, tryggja fullnægjandi framboð þjónustuíbúða í samvinnu við sveitarfélögin og auka framlögin til bygginga hjúkrunarheimila. Er í því samhengi sérstaklega kveðið á um að 1.300 milljónir renni til styttingar biðlista. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, er ánægður með samkomulagið og þakkar stjórnvöldum fyrir að koma til móts við eldri borgara. Sagði hann að ekki hefðu allar kröfur náð fram að ganga en margur vandinn væri leystur. „Þetta eru fyrstu sporin á langri göngu,“ sagði Ólafur og lýsti sig sérstaklega ánægðan með að laun þeirra sem lægst hafa ellilaunin skyldu hækka um 30-40 prósent. Einnig nefndi hann upptöku frítekjumarks sem kveður á um að ellilífeyrisþegar geti haft 30 þúsund króna tekjur á mánuði án þess að ellilífeyririnn skerðist. Kemur það ákvæði til fullrar framkvæmdar árið 2009. Spurður hvort ekki hefði verið hægt að afnema með öllu skerðingar bóta vegna tekna svaraði Geir H. Haarde því til að með þessum aðgerðum væri stigið mjög myndarlegt og þýðingarmikið skref. Ólafur Ólafsson sagði að það yrði áfram baráttumál eldri borgara. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sagði hann að dagurinn væri einn sá ánægjulegasti í ráðherratíð sinni enda ríkti nú sátt milli stjórnvalda og eldri borgara. Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga, lækkun skerðinga bóta og sveigjanleg starfslok eru meðal atriða í nýju samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara sem miðar að því að bæta afkomu og aðbúnað ellilífeyrisþega. Samkomulagið er byggt á starfi nefndar, undir forsæti Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara, sem skipuð var í janúar. Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti ánægju með samkomulagið á fundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í gær. Rakti hann innihald þess og sagði miklum fjármunum varið á næstu árum til að uppfylla það. Talsverðar umbætur eru gerðar á almannatryggingakerfi ellilífeyrisþega sem einnig ná til örorkuþega. Lífeyrisgreiðslur hækka um 15 þúsund krónur frá og með síðustu mánaðamótum, í takt við samkomulag á almennum vinnumarkaði. Þá er dregið úr skerðingum bóta vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega, vasapeningar fólks á stofnunum hækka um 25 prósent og með frestun lífeyristöku hækka allar bótafjárhæðir um 0,5 prósent fyrir hvern mánuð fram til 72 ára aldurs. Auka á heimahjúkrun verulega frá því sem nú er, tryggja fullnægjandi framboð þjónustuíbúða í samvinnu við sveitarfélögin og auka framlögin til bygginga hjúkrunarheimila. Er í því samhengi sérstaklega kveðið á um að 1.300 milljónir renni til styttingar biðlista. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, er ánægður með samkomulagið og þakkar stjórnvöldum fyrir að koma til móts við eldri borgara. Sagði hann að ekki hefðu allar kröfur náð fram að ganga en margur vandinn væri leystur. „Þetta eru fyrstu sporin á langri göngu,“ sagði Ólafur og lýsti sig sérstaklega ánægðan með að laun þeirra sem lægst hafa ellilaunin skyldu hækka um 30-40 prósent. Einnig nefndi hann upptöku frítekjumarks sem kveður á um að ellilífeyrisþegar geti haft 30 þúsund króna tekjur á mánuði án þess að ellilífeyririnn skerðist. Kemur það ákvæði til fullrar framkvæmdar árið 2009. Spurður hvort ekki hefði verið hægt að afnema með öllu skerðingar bóta vegna tekna svaraði Geir H. Haarde því til að með þessum aðgerðum væri stigið mjög myndarlegt og þýðingarmikið skref. Ólafur Ólafsson sagði að það yrði áfram baráttumál eldri borgara. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sagði hann að dagurinn væri einn sá ánægjulegasti í ráðherratíð sinni enda ríkti nú sátt milli stjórnvalda og eldri borgara.
Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira