Flatarmál seglanna fjórir ferkílómetrar 20. júlí 2006 04:30 Glæsilegar vistarverur Rússneskur uppruni skipstjórans fer ekki á milli mála þegar komið er inn í klefa hans. Skip Eitt stærsta og glæsilegasta seglskip heims lagðist í gærmorgun að bryggju við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið ber nafnið Sedov og er fjögurra mastra skólaskip frá Tækniháskólanum í Murmansk í Rússlandi. Um borð eru 110 kadettar og fimmtíu manna áhöfn. Skipið er 118 metra langt og fimmtán metra breitt en möstur þess gnæfa 58 metra í loft upp, mælt frá dekki þess. Frá sjólínu er skipið því sem næst á við hæð Hallgrímskirkju en turn hennar er 74,5 metrar. Þegar öllum seglum skipsins er beitt í einu er samanlagt flatarmál þeirra um fjórir ferkílómetrar. Skipið á sér langa sögu, en það var byggt árið 1921 í Þýskalandi og bar þá nafnið Magdalene Vinnen. Þegar það var sjósett var það stærsta seglskip heims og þjónaði sem flutningaskip. Flutti það aðallega kol og timbur á lengri siglingaleiðum vegna stærðar sinnar. Skipið hefur borið nafnið Sedov frá árinu 1945 eftir að það var afhent Rússum sem hluti af stríðsskaðabótum Þjóðverja til Sovétríkjanna sálugu. Frá 1945 hefur skipið aðallega verið notað sem skólaskip en þó einnig til hafrannsókna og flutninga. Sedov er að koma frá Wilhelmshaven í Þýskalandi. Skipstjóri er Viktor Misjenev en þeirri ábyrgðarstöðu hefur hann gegnt frá árinu 1993. „Ég kom til Íslands fyrir 23 árum og þá var ég undirforingi. Það var mjög leiðinlegt veður. Ég tek eftir því að það hefur verið byggt mikið af húsum,“ segir hann en vildi ekkert tjá sig um lífið um borð. Til þess vísaði hann á einn áhafnarmeðlima sinna: Þjóðverjann Rudi. „Kadettarnir eru frá mörgum háskólum í Rússlandi og þeim er kennt allt sem þeir þurfa að vita um aga, siglingafræði og vélfræði.“ Rudi segir skipið sigla milli hafna í sjö til átta mánuði á ári og hafa vetrardvöl í Rússlandi og Þýskalandi. Næsti viðkomustaður Sedov er Tromsö í Noregi. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið frá klukkan 10 til 22 í dag. Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Skip Eitt stærsta og glæsilegasta seglskip heims lagðist í gærmorgun að bryggju við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið ber nafnið Sedov og er fjögurra mastra skólaskip frá Tækniháskólanum í Murmansk í Rússlandi. Um borð eru 110 kadettar og fimmtíu manna áhöfn. Skipið er 118 metra langt og fimmtán metra breitt en möstur þess gnæfa 58 metra í loft upp, mælt frá dekki þess. Frá sjólínu er skipið því sem næst á við hæð Hallgrímskirkju en turn hennar er 74,5 metrar. Þegar öllum seglum skipsins er beitt í einu er samanlagt flatarmál þeirra um fjórir ferkílómetrar. Skipið á sér langa sögu, en það var byggt árið 1921 í Þýskalandi og bar þá nafnið Magdalene Vinnen. Þegar það var sjósett var það stærsta seglskip heims og þjónaði sem flutningaskip. Flutti það aðallega kol og timbur á lengri siglingaleiðum vegna stærðar sinnar. Skipið hefur borið nafnið Sedov frá árinu 1945 eftir að það var afhent Rússum sem hluti af stríðsskaðabótum Þjóðverja til Sovétríkjanna sálugu. Frá 1945 hefur skipið aðallega verið notað sem skólaskip en þó einnig til hafrannsókna og flutninga. Sedov er að koma frá Wilhelmshaven í Þýskalandi. Skipstjóri er Viktor Misjenev en þeirri ábyrgðarstöðu hefur hann gegnt frá árinu 1993. „Ég kom til Íslands fyrir 23 árum og þá var ég undirforingi. Það var mjög leiðinlegt veður. Ég tek eftir því að það hefur verið byggt mikið af húsum,“ segir hann en vildi ekkert tjá sig um lífið um borð. Til þess vísaði hann á einn áhafnarmeðlima sinna: Þjóðverjann Rudi. „Kadettarnir eru frá mörgum háskólum í Rússlandi og þeim er kennt allt sem þeir þurfa að vita um aga, siglingafræði og vélfræði.“ Rudi segir skipið sigla milli hafna í sjö til átta mánuði á ári og hafa vetrardvöl í Rússlandi og Þýskalandi. Næsti viðkomustaður Sedov er Tromsö í Noregi. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið frá klukkan 10 til 22 í dag.
Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira