Verulega vonsvikinn yfir ákvörðun samgönguráðherra 19. júlí 2006 17:50 Flugumferðarstjórar að störfum MYND/ÞÖK Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. Flugmálastjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrr á árinu að breyta vaktakerfi í Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur með það að markmiði að stytta vaktir og og aðlaga vinnuaflsþörf að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra flugumferðarstjóra var ósátt við breytinguna sem það segir að hafi verið tekin einhliða, og stefndu því ríkinu. Félagsdómur úrskurðaði svo á dögunum að Flugmálastjórn hafi verið heimilt að breyta vaktakerfinu. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir breytingarnar felast í því að vaktir séu styttar; dagvaktir um hálfa klukkustund og næturvaktir um eina, auk þess sem bakvaktir séu felldar niður. Með þessu móti nái flugmálastjórn sér í vinnutíma til að bæta við einni vakt á hverjum tólf dögum, sem þýði 30 vinnudaga í viðbót hjá flugumferðarstjórum, sem samsvari um einum og hálfum mánuði hjá dagvinnufólki. Samgönguráðherra tilkynnti í gær að hann hygðist ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur. Loftur segist afar ósáttur við þá ákvörðun ráðherra. Hann hafi átt von á því að samgönguráðherra, sem yfirmaður flugmála á Íslandi, gripi þarna í taumana. Loftur segir að sú niðurstaða ráðherra að sættir séu besta niðurstaða allra deilna þyki líklega fáum fréttir. Óvíst er á þessari stundu hvort flugumferðarstjórar hyggist grípa til einhverra aðgerða í ljósi stöðu mála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. Flugmálastjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrr á árinu að breyta vaktakerfi í Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur með það að markmiði að stytta vaktir og og aðlaga vinnuaflsþörf að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra flugumferðarstjóra var ósátt við breytinguna sem það segir að hafi verið tekin einhliða, og stefndu því ríkinu. Félagsdómur úrskurðaði svo á dögunum að Flugmálastjórn hafi verið heimilt að breyta vaktakerfinu. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir breytingarnar felast í því að vaktir séu styttar; dagvaktir um hálfa klukkustund og næturvaktir um eina, auk þess sem bakvaktir séu felldar niður. Með þessu móti nái flugmálastjórn sér í vinnutíma til að bæta við einni vakt á hverjum tólf dögum, sem þýði 30 vinnudaga í viðbót hjá flugumferðarstjórum, sem samsvari um einum og hálfum mánuði hjá dagvinnufólki. Samgönguráðherra tilkynnti í gær að hann hygðist ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur. Loftur segist afar ósáttur við þá ákvörðun ráðherra. Hann hafi átt von á því að samgönguráðherra, sem yfirmaður flugmála á Íslandi, gripi þarna í taumana. Loftur segir að sú niðurstaða ráðherra að sættir séu besta niðurstaða allra deilna þyki líklega fáum fréttir. Óvíst er á þessari stundu hvort flugumferðarstjórar hyggist grípa til einhverra aðgerða í ljósi stöðu mála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira