Hlaut verðlaun 28. nóvember 2006 16:00 Amma fer í sumarfrí - Verðlaunabókin eftir Björk Bjarkadóttur Björk Bjarkadóttir myndlistarkona hlaut íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm fyrir bókina Amma fer í sumarfrí. Verðlaunin voru afhent við opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá! í Gerðubergi á laugardag. Björk var fjarri góðu gamni og tók Harpa Þórsdóttir við verðlaununum en Björk býr í Noregi. Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt en að þeim standa, ásamt Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Félag íslenskra bókaútgefenda, Myndstef og Penninn. Í dómnefndinni eru þau Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Kalman le Sage de Fontenay auglýsingateiknari og Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona. Í áliti dómnefndar sagði: „Frá upphafi hefur það verið yfirlýst markmið dómnefndar að veita verðlaunin íslenskri barnabók sem innihéldi frumsaminn, hugmyndaríkan og mannbætandi texta og myndir, helst þannig að myndirnar ykju við textann í stað þess að endurspegla hann, bók sem einnig stæði fyrir sínu sem prentgripur. Verðlaununum er síðan ætlað að hvetja bæði útgefendur og höfunda texta og mynda til frekari dáða. Það er álit dómnefndar að í ár sé meiri fagmennska ríkjandi í myndskreytingum íslenskra barnabóka en oft áður, og má vera að Dimmalimm eigi einhvern þátt í þeim framförum. Það má ekki síst þakka ýmsum forritum sem bjóðast innan tölvutækninnar. Um leið virðist tæknin leiða til nokkurrar einsleitni og skerðingar ímyndunaraflsins, þannig að svipuð höfundareinkenni eru á bókum eftir aðskiljanlega höfunda. Alltént voru það barnabækur með gamla laginu, teiknaðar og málaðar í höndunum, sem höfðuðu mest til dómnefndar, þar með talið auðvitað verðlaunabókin í ár. Höfundur bókarinnar hefur vakið athygli dómnefndar allar götur frá því að stofnað var til Dimmalimm-verðlaunanna. Hann semur texta sína jafnan sjálfur, og meðfram þeim þróar hann sérkennilegan og ísmeygilegan frásagnarstíl sem fer bil beggja milli barnateikninga og evrópskrar myndlistar, ekki síst súrrealisma. Höfundurinn fer vel með rými bókarinnar, teygir myndir sínar og texta vítt og breitt um síður með skemmtilegum hætti, og hefur vit á að tæpa á margvíslegum þáttum þannig að glöggur lesandi verði að bera sig eftir þeim, í stað þess að láta allt liggja í augum uppi." Gerðuberg mun, í samstarfi við Borgarbókasafn, taka á móti um þúsund átta ára skólabörnum á sýninguna Þetta vilja börnin sjá! á næstu vikum. Fyrstu hóparnir komu í gærmorgun og skoðuðu sýninguna, kusu bestu myndskreyttu barnabókina, fóru í ratleik og fengu síðan upplestur úr þeirri bók sem hlaut flest atkvæði. Fullbókað er á sýninguna fram að jólum en nokkrir hópar til viðbótar komast að í janúar. Björk Bjarnadóttir Þekkt fyrir sérkennilegan og ísmeygilegan frásagnarstíl. Fréttablaðið/Birkir . Menning Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Björk Bjarkadóttir myndlistarkona hlaut íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm fyrir bókina Amma fer í sumarfrí. Verðlaunin voru afhent við opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá! í Gerðubergi á laugardag. Björk var fjarri góðu gamni og tók Harpa Þórsdóttir við verðlaununum en Björk býr í Noregi. Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt en að þeim standa, ásamt Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Félag íslenskra bókaútgefenda, Myndstef og Penninn. Í dómnefndinni eru þau Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Kalman le Sage de Fontenay auglýsingateiknari og Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona. Í áliti dómnefndar sagði: „Frá upphafi hefur það verið yfirlýst markmið dómnefndar að veita verðlaunin íslenskri barnabók sem innihéldi frumsaminn, hugmyndaríkan og mannbætandi texta og myndir, helst þannig að myndirnar ykju við textann í stað þess að endurspegla hann, bók sem einnig stæði fyrir sínu sem prentgripur. Verðlaununum er síðan ætlað að hvetja bæði útgefendur og höfunda texta og mynda til frekari dáða. Það er álit dómnefndar að í ár sé meiri fagmennska ríkjandi í myndskreytingum íslenskra barnabóka en oft áður, og má vera að Dimmalimm eigi einhvern þátt í þeim framförum. Það má ekki síst þakka ýmsum forritum sem bjóðast innan tölvutækninnar. Um leið virðist tæknin leiða til nokkurrar einsleitni og skerðingar ímyndunaraflsins, þannig að svipuð höfundareinkenni eru á bókum eftir aðskiljanlega höfunda. Alltént voru það barnabækur með gamla laginu, teiknaðar og málaðar í höndunum, sem höfðuðu mest til dómnefndar, þar með talið auðvitað verðlaunabókin í ár. Höfundur bókarinnar hefur vakið athygli dómnefndar allar götur frá því að stofnað var til Dimmalimm-verðlaunanna. Hann semur texta sína jafnan sjálfur, og meðfram þeim þróar hann sérkennilegan og ísmeygilegan frásagnarstíl sem fer bil beggja milli barnateikninga og evrópskrar myndlistar, ekki síst súrrealisma. Höfundurinn fer vel með rými bókarinnar, teygir myndir sínar og texta vítt og breitt um síður með skemmtilegum hætti, og hefur vit á að tæpa á margvíslegum þáttum þannig að glöggur lesandi verði að bera sig eftir þeim, í stað þess að láta allt liggja í augum uppi." Gerðuberg mun, í samstarfi við Borgarbókasafn, taka á móti um þúsund átta ára skólabörnum á sýninguna Þetta vilja börnin sjá! á næstu vikum. Fyrstu hóparnir komu í gærmorgun og skoðuðu sýninguna, kusu bestu myndskreyttu barnabókina, fóru í ratleik og fengu síðan upplestur úr þeirri bók sem hlaut flest atkvæði. Fullbókað er á sýninguna fram að jólum en nokkrir hópar til viðbótar komast að í janúar. Björk Bjarnadóttir Þekkt fyrir sérkennilegan og ísmeygilegan frásagnarstíl. Fréttablaðið/Birkir .
Menning Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira