Framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi 18. júlí 2006 17:50 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Í skýrslunni er fjallað um hvernig þyrlum Landhelgisgæsla Íslands skuli búin til langframa og er megintillagan að með útboði verði leitað eftir kaupum á þremur nýjum, stórum og langdrægum björgunarþyrlum, en auk þess verði Dauphin-þyrlan áfram í rekstri. Talið er, að miðað við stöðu á alþjóðlegum þyrlumarkaði sé ekki við því að búast, að unnt verði að fá nýjar þyrlur, sem fullnægi þeim kröfum, sem gera verði, fyrr en á árunum 2010 til 2015. 23. maí síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin að samið yrði um leigu á tveimur þyrlum, annarri af Super Puma gerð og hinni af Dauphin gerð, til viðbótar þeim tveimur þyrlum, sem Landhelgisgæslan rekur nú. Gerður hefur verið leigusamningur vegna þessara þyrla sem tekur gildi 1. október. Einnig er til staðar samningur við fyrirtækið Norsk Helekopter um leigu á fullbúinni Super Puma björgunarþyrlu sem tók gildi 1. maí 2006. Í skýrslunni liggja frammi tillögur sem fela í sér að þyrlubjörgunarþjónustu verði sinnt af Landhelgisgæslu Íslands og að þyrlusveitin verði búin þremur nýjum, stórum og langdrægnum björgunarþyrlum auk núverandi Dauphin þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Þar til að nýjar þyrlur verði keyptar verði fullnægjandi starfsgeta tryggð með leiguþyrlum. Einnig er lagt til að viðbragðsáætlanir þyrlubjörgunarsveitarinnar verði endurskoðaðar og sveigjanleiki í störfum hennar aukinn ásamt því að ferðir varðskipa með þyrlueldsneyti verði skipulagðar með samvinnu við þyrlu í huga. Rætt verði við norks stjórnvöld um samstarf við þyrlukaup og stefnt verði að því að útboðsauglýsing verið birt eins fljótt og auðið er. Einnig liggur frammi tillaga um að unnið verði að nánu samstarfi þjóða við Norður-Atlantshaf um samvinnu í leit- og björgun á hafinu, þar á meðal með samnýtingu á þyrlukosti. Stefnt er að því, að ákvörðun um útboð um kaup á nýjum þyrlum verði tekin í september/október 2006. Skýrslan var unnin af þeim Stefáni Eiríkssyni þáv. skrifstofustjóra, Leifi Magnússyni verkfræðingi og Georg Kr. Lárussyni forstjóra. Vinna þeirra byggðist á þeirri ákvörðun, sem dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti í ríkisstjórn 24. mars 2006, að þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands yrði efld í áföngum, það er fyrst með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágrannaþjóðir og síðan til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Í skýrslunni er fjallað um hvernig þyrlum Landhelgisgæsla Íslands skuli búin til langframa og er megintillagan að með útboði verði leitað eftir kaupum á þremur nýjum, stórum og langdrægum björgunarþyrlum, en auk þess verði Dauphin-þyrlan áfram í rekstri. Talið er, að miðað við stöðu á alþjóðlegum þyrlumarkaði sé ekki við því að búast, að unnt verði að fá nýjar þyrlur, sem fullnægi þeim kröfum, sem gera verði, fyrr en á árunum 2010 til 2015. 23. maí síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin að samið yrði um leigu á tveimur þyrlum, annarri af Super Puma gerð og hinni af Dauphin gerð, til viðbótar þeim tveimur þyrlum, sem Landhelgisgæslan rekur nú. Gerður hefur verið leigusamningur vegna þessara þyrla sem tekur gildi 1. október. Einnig er til staðar samningur við fyrirtækið Norsk Helekopter um leigu á fullbúinni Super Puma björgunarþyrlu sem tók gildi 1. maí 2006. Í skýrslunni liggja frammi tillögur sem fela í sér að þyrlubjörgunarþjónustu verði sinnt af Landhelgisgæslu Íslands og að þyrlusveitin verði búin þremur nýjum, stórum og langdrægnum björgunarþyrlum auk núverandi Dauphin þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Þar til að nýjar þyrlur verði keyptar verði fullnægjandi starfsgeta tryggð með leiguþyrlum. Einnig er lagt til að viðbragðsáætlanir þyrlubjörgunarsveitarinnar verði endurskoðaðar og sveigjanleiki í störfum hennar aukinn ásamt því að ferðir varðskipa með þyrlueldsneyti verði skipulagðar með samvinnu við þyrlu í huga. Rætt verði við norks stjórnvöld um samstarf við þyrlukaup og stefnt verði að því að útboðsauglýsing verið birt eins fljótt og auðið er. Einnig liggur frammi tillaga um að unnið verði að nánu samstarfi þjóða við Norður-Atlantshaf um samvinnu í leit- og björgun á hafinu, þar á meðal með samnýtingu á þyrlukosti. Stefnt er að því, að ákvörðun um útboð um kaup á nýjum þyrlum verði tekin í september/október 2006. Skýrslan var unnin af þeim Stefáni Eiríkssyni þáv. skrifstofustjóra, Leifi Magnússyni verkfræðingi og Georg Kr. Lárussyni forstjóra. Vinna þeirra byggðist á þeirri ákvörðun, sem dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti í ríkisstjórn 24. mars 2006, að þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands yrði efld í áföngum, það er fyrst með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágrannaþjóðir og síðan til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira