Innlent

Varað við fölskum atvinnutilboðum í netpósti

MYND/Róberrt

Ríkislögreglustjóri varar netnotendur við atvinnutilboðum erlendis frá sem þeir fá send á netföng sín. Fram kemur í tilkynningu frá Ríkislögreglsutjóra að í flestum tilfellum sé um sölu- og markaðsstörf að ræða og þykjast fyrirtækin sem kynnt eru til sögunnar vera leiðandi á því sviði á Netinu en flestum tilfellum er um hreina svikastarfsemi að ræða.

Bendir Ríkislögreglustjóri á að í spurningum með atvinnutilboðum sé fólk beðið um að veita aðgang að bankareikningi sínum en með því reyni svikararnir að millifæra peninga sem að jafnaði eru afrakstur afbrota. Með því að taka þessum tilboðum og veita umbeðnar upplýsingar getur fólk bakað sér refsiábyrgð að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×