Innlent

Reyndist ölvaður undir stýri í banaslysi

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. MYND/Egill

Annar mannanna, sem yfirheyrðir hafa verið vegna umferðarslyss sem varð á Reykjanesbraut nærri nýju IKEA-versluninni í Garðabæ, hefur viðurkennt að hafa ekið bifreiðinni. Komið hefur í ljós að hann og tveir aðrir sem voru í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis en einn mannanna lést þegar bílnum var ekið á steypustólpa.

Rannsókn lögreglu hefur meðal annars snúið að því hvor þeirra tveggja manna sem komust lífs af úr slysinu hafi ekið bílnum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Hafnarfirði viðurkenndi annar mannanna við skýrslutöku í dag að hafa ekið bílnum á mikilli ferð fyrir slysið en hann hafði áður netað hafa setið undir stýri. Lögregla segir að rannsókn málsins ljúki um eða eftir áramót.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×