Innlent

Forstjórar olíufélaganna ákærðir

Brot forstjóranna geta varðað allt að fjögurra ára fangelsi ef sakir eru miklar.
Brot forstjóranna geta varðað allt að fjögurra ára fangelsi ef sakir eru miklar. MYND/GVA

Ákæra hefur verið gefin út á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna vegna ólöglegs samráðs um olíuverð. Þetta eru þeir Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs.

Ákæran er í tuttugu og sjö liðum og lýtur meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara eins og segir í kærunni.

Enginn annar starfsmaður félaganna verður ákærður vegna málsins samkvæmt tilkynningu frá ríkissaksóknara.

Brot forstjóranna geta varðað allt að fjögurra ára fangelsi ef sakir eru miklar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×