Innlent

Fann kannabisplöntur við húsleit á Súðavík

Frá Súðavík.
Frá Súðavík. MYND/Ómar Már Jónsson

Lögreglan á Ísafirði lagði hald á sjö kannabisplöntur í húsleit á Súðavík í gærkvöld. Sú stærsta reyndist vera um 60 sentímetrar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að einn heimilismanna hafi viðurkennt að eiga plönturnar og hafa ætlað afrakstur ræktunarinnar til sölu. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Maðurinn hefur verið yfirheyrður og sleppt og telst málið upplýst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×