Innlent

78 kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna

MYND/Guðmundur

78 ökumenn hafa verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna á landinu öllu frá því að ný lög þar að lútandi tóku gildi síðastliðið vor. Lögin kveða á um að mælist eitthvað af fíkniefnum, hversu lítið sem það er, í blóði ökumanns teljist hann óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega.

Af þessum 78 hafa 26 ökumenn verið kærðir fyrir athæfið í umdæmi lögreglunnar á Selfossi frá því að lögin tóku gildi, þar af þrír í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×