Innlent

Dómur fellur í máli tengdu olíusamráði í dag

MYND/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur fellir í dag dóm í fyrsta málinu tengt olíusamráði stóru olíufélaganna. Það er Sigurður Hreinsson á Húsavík sem höfðar málið og fer fram á það að Ker hf., sem er fyrrverandi eigandi Olíufélagsins Esso, greiði sér um 180 þúsund krónur í skaðabætur vegna skaða sem hann hafi orðið fyrir í tengslum við samráð olíufélaganna á níunda áratug síðustu aldar.

Að sögn Steinars Þórs Guðgeirssonar, lögmanns Sigurðar, hefur málið fordæmisgildi fyrir aðra sem hugsanlega leita réttar síns vegna málsins og segir Steinar að Lögfræðistofa Reykjavíkur, þar sem hann vinnur, hafi á sínum snærum um 150 mál frá einstaklingum sem telji að brotið hafi verið á sér í tengslum við samráðið. Dómur fellur í héraðsdómi klukkan kortér yfr þrjú í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×