Innlent

Ók ölvaður inn á flugvélaplanið á Keflavíkurflugvelli

MYND/Teitur

Ölvaður ökumaður, sem var seinn fyrir í flug til útlanda í morgun, ók á fullri ferð í gegnum háa girðingu við Leifsstöð og inni á flugvélaplanið með fjóra lögreglubíla á hælunum. Þar stökk hann úr úr bílnum og ætlaði að hlaupa um borð í næstu vél þegar lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann umsvifalaust.

Upphaflega reyndi lögreglan úr Keflavík að stöðva hann á Reykjanesbraut þar sem hann hafði mælst á allt of miklum hraða en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og stakk af. Fjórir löreglubílar voru svo að nálgast hann úr öllum áttum þegar hann lét vaða í gegnum girðinguna. Mildi þykir að hann skyldi ekki hafa ekið á flugvél. Hann gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×