Innlent

Segir Margréti hafa búið til ágreining um innflytjendamál

MYND/Stefán

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra flokksins, hafa búið til ágreining um málefni innflytjenda í flokknum til að búa í haginn fyrir slag um formennsku eða varaformennsku í flokknum.

Magnús Þór segir að Margrét hafi hringt í hann og óskað honum til hamingju fyrir frábæra frammistöðu í Silfri Egils eftir að hann ræddi þar málefni innflytjenda ásamt Jóni Magnússyni lögmanni.

Síðar hafi hún snúið við blaðinu á eftirminnilegan hátt í því skyni að komast til valda í flokknum. Magnús Þór Hafsteinsson verður í hádegisviðtalinu hér á eftir til að ræða klofninginn í Frjálslynda flokknum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×