Innlent

Eins árs fangelsi fyrir tvær líkamsárásir

Hæstiréttur staðfesti í dag eins árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni vegna tveggja líkamsárása á Laugaveginum í september 2004. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kýlt tvo menn í andlitið þeirra með þeim afleiðingum að annar þeirra hlaut meðal annars blæðingu á bak við vinstri hljóðhimnu og inn í höfuðkúpu og hinn nefbrotnaði.

Þegar litið var til framburðar vitna auk staðfestingar á því að maðurinn var staddur í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem árásin átti sér stað þótti komin fram lögfull sönnun fyrir því að hann hefði staðið á bak við glæpinn. Í ljósi þess að hann hafði áður verið dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás og þess að brot hans taldist alvarlegt og ófyrirleitið var refsing hans eins árs fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×