Telja núverandi varnafyrirkomulag ófullnægjandi 29. nóvember 2006 18:56 Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í dag en meðfram hefðbundnum fundarstörfum notuðu gestirnir tímann til ræða önnur mál. Þannig hittust þau Valgerður Sverrisdóttir og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, í morgun og ræddu hugsanlegt varnarsamstarf ríkjanna. Lyktir fundarins voru að norskir embættismenn komi hingað til lands í desember til að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli með það fyrir augum að hingað geti hafist reglubundið æfingaflug norska flughersins. Valgerður ítrekar að málið sé enn á byrjunarstigi en engu að síður sé um mikilvægt skref að ræða. Þá ræddi utanríkisráðherra auk þess við Evrópumálaráðherra Bretlands, utanríkisráðherra Kanada og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Danmerkur og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnar þessum þreifingum og er ekki þeirrar skoðunar að þær skarist á við núgildandi fyrirkomulag á vörnum landsins, varnarsamkomulagið við Bandaríkjamenn tryggir varnir á ófriðartímum en Norðmenn geti haldið hér uppi eftirliti þegar friður ríkir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir þessi orð forsætisráðherra afar athyglisverð og þessi tvískipting hafi ekki komið fram á sínum tíma þegar varnarsamkomulagið við Bandaríkin var kynnt á Alþingi. Af því megi draga þá ályktun að það samkomulag tryggi varnir landsins ekki nægilega vel. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, tekur í sama streng og segir einn þátt málsins vera þann að að Norðmenn ætli að seilast hér til áhrifa og það gegn greiðslu. Annar þáttur sé hversu ósamstíga ríkisstjórnin er í því, á meðan Geir leggi áherslu á samstarf við Bandaríkin horfi Valgerður til nágrannaþjóðanna í Evrópu. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í dag en meðfram hefðbundnum fundarstörfum notuðu gestirnir tímann til ræða önnur mál. Þannig hittust þau Valgerður Sverrisdóttir og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, í morgun og ræddu hugsanlegt varnarsamstarf ríkjanna. Lyktir fundarins voru að norskir embættismenn komi hingað til lands í desember til að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli með það fyrir augum að hingað geti hafist reglubundið æfingaflug norska flughersins. Valgerður ítrekar að málið sé enn á byrjunarstigi en engu að síður sé um mikilvægt skref að ræða. Þá ræddi utanríkisráðherra auk þess við Evrópumálaráðherra Bretlands, utanríkisráðherra Kanada og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Danmerkur og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnar þessum þreifingum og er ekki þeirrar skoðunar að þær skarist á við núgildandi fyrirkomulag á vörnum landsins, varnarsamkomulagið við Bandaríkjamenn tryggir varnir á ófriðartímum en Norðmenn geti haldið hér uppi eftirliti þegar friður ríkir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir þessi orð forsætisráðherra afar athyglisverð og þessi tvískipting hafi ekki komið fram á sínum tíma þegar varnarsamkomulagið við Bandaríkin var kynnt á Alþingi. Af því megi draga þá ályktun að það samkomulag tryggi varnir landsins ekki nægilega vel. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, tekur í sama streng og segir einn þátt málsins vera þann að að Norðmenn ætli að seilast hér til áhrifa og það gegn greiðslu. Annar þáttur sé hversu ósamstíga ríkisstjórnin er í því, á meðan Geir leggi áherslu á samstarf við Bandaríkin horfi Valgerður til nágrannaþjóðanna í Evrópu.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira