Íslendingar meti varnarþörf sína 28. nóvember 2006 12:08 Lettneskir hermenn á götu í Ríga í morgun, en mikill viðbúnaður er´í borginni vegna leiðtogafundarins. MYND/AP Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst á hádegi í Ríga, höfuðborg Lettlands, en hann sitja pólitískir leiðtogar aðildarríkjanna 26. Verkefni NATO í Afganistan verða án efa efst á baugi en 32.000 hermenn á vegum bandalagsins standa þar í ströngu. Á sérstöku málþingi í morgun kvaðst Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri sambandsins, fullviss um að NATO myndi ná markmiðum sínum í Afganistan og sagði að aðildarríkin mættu ekki missa móðinn. Á fundinum munu þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ræða á óformlegum nótum við starfsystkin sín í nágrannalöndunum um varnarsamstarf. Lofthelgiseftirlit á borð við það sem NATO hefur séð um fyrir Eystralandslöndin er talið sérlega þýðingarmikið. Hefur einkum verið horft til Norðmanna í því sambandi enda stendur til að halda formlegar viðræður á milli Íslands og Noregs um samstarf í öryggismálum í næsta mánuði. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að forsenda þess að slíkt samstarf geti komist á sé að fyrir liggi trúverðugt mat á vörnum Íslands og íslensk stjórnvöld verði að hafa frumkvæði að þeirri vinnu. Þegar niðurstaðan liggi fyrir hvernig Norðmenn og önnur aðildarríki NATO geti aðstoðað Íslendinga í öryggismálum þurfi að ræða um skiptingu kostnaðar á fyrirkomulaginu þar sem sjóðir norska hersins eru takmarkaðir. Íslensk stjórnvöld eru raunar þegar farin að bregðast við þessu kalli því um helgina auglýsti dóms- og kirkjumálaráðuneytið stöðu sérfræðings í öryggis- og varnarmálum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst á hádegi í Ríga, höfuðborg Lettlands, en hann sitja pólitískir leiðtogar aðildarríkjanna 26. Verkefni NATO í Afganistan verða án efa efst á baugi en 32.000 hermenn á vegum bandalagsins standa þar í ströngu. Á sérstöku málþingi í morgun kvaðst Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri sambandsins, fullviss um að NATO myndi ná markmiðum sínum í Afganistan og sagði að aðildarríkin mættu ekki missa móðinn. Á fundinum munu þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ræða á óformlegum nótum við starfsystkin sín í nágrannalöndunum um varnarsamstarf. Lofthelgiseftirlit á borð við það sem NATO hefur séð um fyrir Eystralandslöndin er talið sérlega þýðingarmikið. Hefur einkum verið horft til Norðmanna í því sambandi enda stendur til að halda formlegar viðræður á milli Íslands og Noregs um samstarf í öryggismálum í næsta mánuði. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að forsenda þess að slíkt samstarf geti komist á sé að fyrir liggi trúverðugt mat á vörnum Íslands og íslensk stjórnvöld verði að hafa frumkvæði að þeirri vinnu. Þegar niðurstaðan liggi fyrir hvernig Norðmenn og önnur aðildarríki NATO geti aðstoðað Íslendinga í öryggismálum þurfi að ræða um skiptingu kostnaðar á fyrirkomulaginu þar sem sjóðir norska hersins eru takmarkaðir. Íslensk stjórnvöld eru raunar þegar farin að bregðast við þessu kalli því um helgina auglýsti dóms- og kirkjumálaráðuneytið stöðu sérfræðings í öryggis- og varnarmálum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira