Íslendingar meti varnarþörf sína 28. nóvember 2006 12:08 Lettneskir hermenn á götu í Ríga í morgun, en mikill viðbúnaður er´í borginni vegna leiðtogafundarins. MYND/AP Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst á hádegi í Ríga, höfuðborg Lettlands, en hann sitja pólitískir leiðtogar aðildarríkjanna 26. Verkefni NATO í Afganistan verða án efa efst á baugi en 32.000 hermenn á vegum bandalagsins standa þar í ströngu. Á sérstöku málþingi í morgun kvaðst Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri sambandsins, fullviss um að NATO myndi ná markmiðum sínum í Afganistan og sagði að aðildarríkin mættu ekki missa móðinn. Á fundinum munu þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ræða á óformlegum nótum við starfsystkin sín í nágrannalöndunum um varnarsamstarf. Lofthelgiseftirlit á borð við það sem NATO hefur séð um fyrir Eystralandslöndin er talið sérlega þýðingarmikið. Hefur einkum verið horft til Norðmanna í því sambandi enda stendur til að halda formlegar viðræður á milli Íslands og Noregs um samstarf í öryggismálum í næsta mánuði. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að forsenda þess að slíkt samstarf geti komist á sé að fyrir liggi trúverðugt mat á vörnum Íslands og íslensk stjórnvöld verði að hafa frumkvæði að þeirri vinnu. Þegar niðurstaðan liggi fyrir hvernig Norðmenn og önnur aðildarríki NATO geti aðstoðað Íslendinga í öryggismálum þurfi að ræða um skiptingu kostnaðar á fyrirkomulaginu þar sem sjóðir norska hersins eru takmarkaðir. Íslensk stjórnvöld eru raunar þegar farin að bregðast við þessu kalli því um helgina auglýsti dóms- og kirkjumálaráðuneytið stöðu sérfræðings í öryggis- og varnarmálum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst á hádegi í Ríga, höfuðborg Lettlands, en hann sitja pólitískir leiðtogar aðildarríkjanna 26. Verkefni NATO í Afganistan verða án efa efst á baugi en 32.000 hermenn á vegum bandalagsins standa þar í ströngu. Á sérstöku málþingi í morgun kvaðst Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri sambandsins, fullviss um að NATO myndi ná markmiðum sínum í Afganistan og sagði að aðildarríkin mættu ekki missa móðinn. Á fundinum munu þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ræða á óformlegum nótum við starfsystkin sín í nágrannalöndunum um varnarsamstarf. Lofthelgiseftirlit á borð við það sem NATO hefur séð um fyrir Eystralandslöndin er talið sérlega þýðingarmikið. Hefur einkum verið horft til Norðmanna í því sambandi enda stendur til að halda formlegar viðræður á milli Íslands og Noregs um samstarf í öryggismálum í næsta mánuði. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að forsenda þess að slíkt samstarf geti komist á sé að fyrir liggi trúverðugt mat á vörnum Íslands og íslensk stjórnvöld verði að hafa frumkvæði að þeirri vinnu. Þegar niðurstaðan liggi fyrir hvernig Norðmenn og önnur aðildarríki NATO geti aðstoðað Íslendinga í öryggismálum þurfi að ræða um skiptingu kostnaðar á fyrirkomulaginu þar sem sjóðir norska hersins eru takmarkaðir. Íslensk stjórnvöld eru raunar þegar farin að bregðast við þessu kalli því um helgina auglýsti dóms- og kirkjumálaráðuneytið stöðu sérfræðings í öryggis- og varnarmálum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira