Innlent

30 þúsund króna sekt fyrir ólöglegar veiðar

Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur til greiðslu 30 þúsund króna fyrir að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa í vor veitt í tvö silungsnet í sjó sunnan við bæ sinn í Hörgárbyggð en bannað er að veiða göngusilung í sjó frá 15. maí til 15. ágúst ár hvert. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa netin ekki landföst. Maðurinn mætti hvorki við þingfestingu málsins né fyrirtöku þess og þótti dómnum hann hafa með því játað á sig sök í málinu. Í ljósI þess að þetta var fyrsta brot mannsins þótti 30 þúsund króna sekt hæfileg refsing.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×