Innlent

65 umferðaróhöpp í Reykjavík um helgina

MYND/GVA

Sextíu og fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Flest þeirra voru minniháttar en í aðeins einu tilviki þurfti að flytja slasaðan með sjúkrabíl. Fram kemur á vef lögreglunnar að í átta tilfellum hafi menn stungið af frá vettvangi óhappsins. Þá voru sjö teknir fyrir að aka gegn rauðu ljósi og allmargir stöðvaðir fyrir hraðakstur, þar af tólf á meira en 100 km hraða. Tólf voru teknir fyrir ölvunarakstur og þá stöðvaði lögreglan för tveggja ökumanna sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þá var einn ökumaður tekinn til viðbótar en sá hafði aldrei öðlast ökuréttindi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×