Innlent

Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Frá Eskifirði.
Frá Eskifirði.

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ásamt félaga sínum gengið í skrokk á manni á Eskifirði í sumar. Atvikið átt sér stað fyrir utan verslun í bænum aðfararnótt sunnudagsins 11. júní en þar kýldi ákærði manninn og stappaði ofan á andliti hans þannig að maðurinn hlaut mikla áverka í andliti.

Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi og við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess ásamt því að hann var ungur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Á hinn bóginn var litið til þess að atlagan var hættuleg og hefði hæglega getað valdið enn alvarlegra líkamstjóni en raun varð á. Þótti þriggja mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára því hæfileg refsing.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×