Innlent

Þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaða þjófnaði á vörum vöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Samanlögð upphæð þess sem hann stal nam um sjö þúsund krónum en vörunum rændi maðurinn á tímabilinu ágúst í fyrra til októbermánaðar á þessu ári. Maðurinn játaði brot sín en með þeim rauf hann skilorð vegna annnars þjófnaðarmáls. Maðurinn á að baki nokkuð langan sakaferil og þótti í ljósi hans ekki fært að skilorðsbinda dóminn þrátt fyrir að brotin væru smávægileg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×