Innlent

Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð lögreglu

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. MYND/GVA

Karlmaður var Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hóta tveimur lögreglumönnum að nauðga konum þeirra. Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni á Selfossi í upphafi ársins en þá hafði maðurinn verið handtekinn á heimili sínu og foreldra hans vegna slagsmála og heimilisófriðar þar.

Segir í dómnum að maðurinn hafi verið ógnandi og þurfti að handtaka hann til að koma honum út af heimilinu. Þegar átti að taka ákærða úr handjárnum streittist hann á móti af krafti og hótaði um leið að fara heim til lögreglumannanna tveggja og nauðga konum þeirra. Ákærði sagði fyrir dómi að hann hefði ekki meint neitt með þessari hótun sinni en fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið mjög æstur þegar hann lét umrædd orð falla og ekki ástæða til annars fyrir lögreglumennina en að taka þá hótun alvarlega, sérstaklega með tilliti til ástands ákærða.

Þar sem ákærði hafði áður gerst brotlegur við lög og í ljósi þess hve alvarlegar hótanir hans voru þótti tveggja mánaða fangelsi hæfileg refsing.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×