Innlent

Létu greipar sópa í Glerárskóla

MYND/KK

Lögreglan á Akureyri hefur handtekið tvo menn á þrítugsaldri sem létu greipar sópa í Glerárskóla aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Fram kemur á vef lögreglunnar á Akueyri að mennirnir hafi haft á brott með sér fimm fartölvur, tvo skjávarpa, tvær myndavélar og nokkuð af smápeningum.

Lögregla komst fljótt á sporið og handtók mennina á dvalarstað annars þeirra. Þar fannst ekki aðeins þýfið úr Glerárskóla heldur einnig þýfi úr innbrotum á Reykjavíkursvæðinu. Segir lögregla að miklu hafi skipt að hún komst fljótt á spor innbrotsþjófana því þeir höfðu þegar gert ráðstafanir til að koma þýfinu áleiðis suður og er þá óvíst að það hefði fundist.

Talsvert tjón varð í innbrotinu í Glerárskóla því mennirnir, sem áður hafa komið við sögu lögreglu, brutu upp útihurð og fimm innihurðir á leið sinni um skólann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×