Innlent

Ölvaður ökumaður ók á ölvaðan vegfaranda

MYND/ÞÖK

Rólegt var hjá lögreglunni í höfuðborginni í nótt en þó var ekið á mann í Hafnarstræti nú um sjöleytið í morgun. Sá mun hafa verið ölvaður og hljóp fyrir bílinn og náði ökumaður hans ekki að stöðva í tæka tíð. Hann er hins vegar grunaður um ölvun við akstur. Vegfarandinn mun ekki hafa slasast mikið en hann var þó fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá var lögreglan kölluð í nótt að Miðbakkanum í Reykjavík vegna ungs manns sem hugðist stinga sér í sjóinn. Því var hins vegar afstýrt með aðstoð vina mannsins enda mun maðurinn þegar hafa verið orðinn blautur að utan sem innan sökum rigningar og drykkju.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×