Innlent

Dæmt til að greiða stýrimanni á 17 milljón vegna vinnuslyss

MYND/E.Ól

Ísfélag Vestmannaeyja var í Hæstarétti í dag dæmt til að greiða stýrimanni á loðnuskipinu Tunu GR 18 tæplega 16,5 milljónir króna vegna slyss sem hann varð fyrir á veiðum. Þá festi hann hönd sína í nót sem verið var að draga um borð.

Maðurinn byggði kröfu sína á því að vanbúnaður í tækjum, auk óeðlilegs hávaða um borð í skipinu hefði orsakað slysið og þá taldi hann varhugavert af skipstjóra að vera ekki við stjórnborðsgluggann með yfirsýn yfir vinnusvæðið á meðan á vinnu stóð.

Talið var að maðurinn hefði kallað í tvo samstarfsmenn sína á dekki og til skipstjórans áður en tókst að stöðva nótina, en vegna mikils hávaða hafi ekki heyrst til hans fyrr. Ísfélagið var því talið bera fulla ábyrgð á tjóni hans og bæri því að greiða honum á sautjándu milljón króna í skaðabætur sem maðurinn fór fram á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×