Innlent

Tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms að karlmaður skyldi sæta tveggja mánaða fangelsi og verða sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að aka bifreið bæði ölvaður og án ökuskírteinis. Maðurinn var gripinn í desember í fyrra við ölvunaraksturinn og var í apríl síðastliðnum sakfelldur fyrir brot sín en hann hefur mörgum sinnum verið sviptur ökuleyfi til lengri eða skemmri tíma.

Maðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar dómsins á þeim grundvelli að héraðsdómur hafi átt að vera fjölskipaður í málinu samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála en á það féllst Hæstiréttur ekki og staðfesti dóm héraðsdóms.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×