Innlent

Hnífamaður á Húsavík úrskurðaður í gæsluvarðhald

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað manninn sem grunaður er um manndrápstilraun og íkveikju á Húsavík í gæsluvarðhald. Lögreglan fór með manninn til Akureyrar í gær þar sem hann mun sitja í fangaklefa til 20. nóvember næstkomandi. Að sögn Sigurður Brynjúlfssonar, yfirlögregluþjóns á Húsavík, hefur lögreglan hafið yfirheyrslur yfir manninum. Sumt liggur fyrir í sakamálinu en annað ekki. Kona liggur illa slösuð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri með stungusár og auk þess var maður stunginn í síðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×