Innlent

Velti bíl í snjókrapa á Hellisheiði í gærkvöld

Ökumaður jepplings missti stjórn á bifreið sinni í snjókrapa á Hellisheiði seint í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bifreiðin valt út fyrir veg. Ökumaður hlaut höfuðhögg og var fluttur á slysadeild Landspítalans að því er fram kemu á vef lögreglunnar á Selfossi. Í ljós kom að meiðsli ökumanns, sem var einn í bifreiðinni, reyndust ekki mikil og má þakka það bílbelti sem ökumaður var með spennt við aksturinn. Þá skemmdist bifreið talsvert og ökumaður slasaðist lítils háttar þegar bifreið sem hann ók valt ofan í tveggja metra djúpa gryfu við sveitabæ í Flóahreppi. Ökumaðurinn mun hafa misst stjórn á bifreiðinni vegna mikillrar bleytu og tókst ekki að stýra bifreiðinni frá gryfjunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×