Erlent

Blair slapp við rannsókn á Íraksstríðinu

Tony Blair andar léttar í kvöld. Ný rannsókn á aðdraganda Íraksstríðsins hefði líklega orðið hneisa á endaspretti forsætisráðherratíðar hans.
Tony Blair andar léttar í kvöld. Ný rannsókn á aðdraganda Íraksstríðsins hefði líklega orðið hneisa á endaspretti forsætisráðherratíðar hans. MYND/AP

Breska ríkisstjórnin hafði betur þegar atkvæði voru greidd um kröfu stjórnarandstöðunnar um nýja rannsókn á Íraksstríðinu. 298 þingmenn greiddu atkvæði á móti tillögunni en 273 greiddu tillögunni atkvæði sitt. Stjórnarandstaðan krafðist þess að þáttur Breta í aðdraganda Íraksstríðsins og eftirmála þess yrði rannsakaður.

Nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn flokksfélögum sínum í ríkisstjórninni. Utanríkisráðherra Bretlands, Margaret Beckett, vakti máls á því að málið yrði hugsanlega rannsakað þegar átökin væru yfirstaðin og breskir hermenn komnir heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×