Innlent

Dýrkeypt gleymska í Víkurskarði

Karlmaður á Norðurlandi komst að því í gær að það getur verið dýrt að vera gleyminn. Lögreglan á Akureyri ók fram á hann í Víkurskarði í gær en þar var hann á gangi með hagalabyssu.

Viðurkenndi hann að vera á rjúpnaveiðum en kvaðst hafa steingleymt því að bannað væri að veiða á mánudögum, þirðjudögum og miðvikudögum. Fram kemur á vef lögreglunnar að gleymskan hafi reynst dýrkeypt því hald var lagt á haglabyssu, skotfæri og annan veiðibúnað auk skotvopnaskírteinis og veiðikorts. Í ofan á lag má maðurinn svo búast við að fá sekt fyrir brot á veiðilöggjöfinni. Allt þetta án þess að hafa veitt eina einustu rjúpu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×