Innlent

Hálfs árs fangelsi fyrir árás með öxi

Karlmaður var í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi, þar sem fjórir mánuðir eru skilorðsbundnir, fyrir að hafa að slegið annan mann í höfuði með öxi og fyrir að hafa brugðið hníf að andliti hans.

Atvikið átti sér stað í Mjódd í apríl í fyrra en þá kom til deilna milli ákærða og fórnarlambs hans, en fórnarlambið hlaut meðal annars mar vinstra megin á höfði og rispu við vinstri augnkrók eftir árás ákærða. Ákærði neitaði sakargiftum en í ljósi framburðar vitna og framlagðs áverkavottorðs var maðurinn sakfelldur fyrir árásina og dæmdur í sex mánaða fangelsi þar sem fjórir mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Hann var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu tæpar 250 þúsund krónur í bætur vegna árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×