Innlent

Tekinn ölvaður með barn sitt í bílnum

MYND/Róbert

Lögreglan í Reykjavík hafði í gær afskipti af ölvuðum ökumanni sem var með barn sitt í bílnum og reyndist þar að auki ökuréttindalaus. Maðurinn hafði ekið á umferðarskilti og forðað sér af vettvangi en eftir ábendingu tókst lögreglu að ná manningum og kom þá í ljós að ellefu ára sonur hans sat í framsæti bifreiðarinnar. Frekari eftirgrennslan lögreglunnar leiddi enn fremur í ljós að bíll mannsins var ótryggður og því voru skrásetningarnúmerin fjarlægð.

Lögregla hafði svo í nótt afskipti af ölvaðri stúlku í útjaðri borgarinnar. Bíll hennar varð bensínlaus en þegar lögreglan kom á staðinn þótti nokkuð ljóst að stúlkan væri ölvuð. Í fyrstu sagði hún ósatt um nafn sitt en þegar hið sanna kom í ljós reyndist stúlkan aldrei hafa öðlast ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×