Innlent

Humarþjófnaður upplýstur

Lögreglan í Keflavík hefur upplýst þjófnað á hátt í tonni af humri úr geymslugámi við fiskvinnslufyrirtæki í Njarðvík. Þó er sá fyrirvari að tveir menn, sem hafa játað á sig þjófnaðinn, segjat hafa stolið talsvert minnu en eigandinn segist sakna. Þónokkrir voru yfirheyrðir vegna málsins og í gær voru þrír handteknir en þeim síðasta var sleppt að yfirheyrslum loknum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×