Innlent

Gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. MYND/Stöð 2

Grunnskólakennari á Akranesi, sem var vísað úr starfi eftir að barnaklám fannst í fórum hans, gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi.

Maðurinn var margsinnis kosinn vinsælasti kennari skólans. Lögreglan á Akranesi hefur rannsakað feril mannsins og rætt við foreldra og börn sem hafa átt mikil samskipti við hann en ekkert hefur komið í ljós sem bendir til þess að maðurinn hafi leitað á börn.

Við húsleit hjá honum fannst mikið af barnaklámi og að sögn lögreglu er sumt af því efni mjög gróft. Tölvur mannsins eru enn í rannsókn. Árvakur samstarfsmaður lét skólastjórann vita af barnaklámsmyndum sem maðurinn hafði prentað út úr tölvu í skólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×