Innlent

Fimm mánuðir fyrir fíkniefnabrot

Tuttugu og fimm ár karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn eftir að lögregla fann um 80 grömm af amfetamíni og 235 grömm af hassi í fórum hans við húsleit.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og við ákvörðun refsingar var horft til þess að hann hefur áður komist í kast við lögin og var hann fyrir tveimur árum dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára. Með brotunum nú rauf maðurinn þar með skilorð en horft var til þess að hann var sakfelldur fyrir vörslu efnanna en ekki sölu þeirra. Ásamt því að dæma manninn til fangelsisvistar úrskurðaði dómurinn að efnin skyldu gerð upptæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×