Innlent

Ellefu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu

MYND/Pjetur

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að skalla lögreglumann og hóta þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti.

Atvikið átti sér stað í móttöku fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík í ágúst í fyrra en þar skallaði maðurinn lögreglumann með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut áverka í andliti og snert af heilahristingi. Maðurinn á að baki langan sakaferil. Hann viðurkenndi brot sín fyrir dómi en með þeim rauf hann skilorð reynslulausnar og var horft til þess við ákvörðun refsingar. Frá ellefu mánaða dómnum dregst sex daga gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×